
■ SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.
Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins. Þetta getur verið þjónustuveitan,
símafyrirtækið eða annar söluaðili.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BL-5C rafhlöðu.
1. Styddu á sleppitakkann og renndu bakhliðinni af símanum (1). Lyftu rafhlöðunni upp og fjarlægðu hana (2).
2. Lyftu SIM-kortsfestingunni varlega úr stöðu sinni (3). Settu SIM-kortið í festinguna þannig að skáhorn þess
snúi upp og til hægri og gyllti flötur þess snúi niður (4). Lokaðu SIM-kortsfestingunni og styddu á hana til
að læsa henni (5).
3. Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað (6, 7).

10
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Til athugunar: Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður en fram-
og bakhlið eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um fram-
og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum fram- og bakhliðum.