
3. Texti ritaður
Hægt er að slá inn texta með hefðbundinni textaritun
eða með flýtiritun
. Með hefðbundinni
textaritun skaltu styðja endurtekið á viðkomandi takka þar til stafurinn birtist. Til að stilla á flýtiritun þegar
texti er sleginn inn skaltu velja
Valkost.
>
Orðabók
og viðkomandi tungumál; til að slökkva á henni skaltu
velja
Valkost.
>
Orðabók óvirk
.
Þegar þú notar flýtiritun skaltu styðja einu sinni á hvern takka fyrir hvern staf. Ef orðið sem birtist er það
orð sem þú ætlaðir að skrifa skaltu styðja á 0 og byrja að skrifa næsta orð. Til að velja annað orð skaltu
styðja endurtekið á * þar til orðið sem þú vilt fá fram birtist. Ef ? birtist fyrir aftan orðið er það ekki að finna
í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja
Stafa
, slá inn orðið (með hefðbundinni
textaritun) og velja
Í lagi
.
Ábendingar um textaritun: Styddu á 0 til að setja inn bil. Hægt er að skipta fljótlega á milli
textaritunaraðferðanna með því að styðja endurtekið á # og fylgjast með vísinum efst á skjánum.
Til að setja inn tölustaf skaltu styðja á viðeigandi tölutakka og halda honum inni. Styddu á * til að fá
upp lista yfir sértákn þegar hefðbundin ritun er notuð; styddu á * og haltu inni þegar flýtiritun er beitt.
Til að fá aftur upp skilaboðin í ritvinnsluglugganum skaltu velja
Valkost.
>
Hætta v. hreins.
.

15
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.