
■ Útvarp
Hægt er að hlusta á útvarpið með höfuðtólum eða hátalara. Hafðu höfuðtólin tengd við símann. Snúran á
höfuðtólinu virkar sem loftnet fyrir útvarpið.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn.
Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu
Valm.
>
Útvarp
til að kveikja á útvarpinu. Þá birtist staðsetningarnúmer útvarpsstöðvarinnar, nafn
hennar (ef hún hefur verið vistuð) og tíðni. Hafi útvarpsstöðvar þegar verið vistaðar skaltu skruna upp eða
niður að stöðinni sem þú vilt hlusta á eða styðja á viðeigandi talnatakka til að velja útvarpsstöð.
Aðgerðir útvarpsins
Þegar kveikt er á útvarpinu skaltu ýta skruntökkunum upp eða niður til að leita að útvarpsstöðvum. Leitin
stöðvast þegar útvarpsstöð er fundin. Til að vista stöðina skaltu velja
Í lagi
til að stilla tíðnina, sláðu inn nafn
stöðvarinnar og vistaðu hana þar sem þú vilt hafa hana.
Þegar kveikt er á útvarpinu skal stilla hljóðstyrk þess með því að skruna til vinstri og hægri.
Veldu
Valkost.
og úr eftirfarandi valkostum:
Slökkva
—til að slökkva á útvarpinu.

23
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Mynstur
>
Sýna mynstur
>
Kveikt
—til að síminn sýni breytingar á útvarpshljóði á myndrænan hátt. Til að breyta
því hvernig breytingar eru sýndar skaltu velja
Gerð mynsturs
.
Vista stöð
—til að vista útvarpsstöð sem þú hefur stillt á.
Sjálfvirk leit
eða
Handvirk leit
—til að leita að stöð á sjálfvirkan eða handvirkan hátt.
Eyða stöð
eða
Endurnefna
—til að eyða eða endurnefna stöð.
Stilla tíðni
—til að færa inn tíðni þeirrar stöðvar sem þú vilt hlusta á.
Hátalari
eða
Höfuðtól
—til að hlusta á útvarpið með hátölurum eða höfuðtólum.
Útvarpsklukka
—til að stilla tækið þannig að í stað vekjaratóns kvikni á útvarpinu.
Yfirleitt er hægt að hringja eða svara símtölum á meðan hlustað er á útvarpið. Hljóðið er tekið af útvarpinu
meðan á símtali stendur.