
■ Skilaboð
Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustu ef hún er studd af símafyrirtækinu eða
þjónustuveitunni.
Skilaboðastillingar
Til að breyta skilaboðum skaltu velja
Valm.
>
Skilaboð
>
Skilaboðastillingar
og svo úr eftirfarandi:
Sendisnið
—Veldu
Númer skilaboðamiðstöðvar
til að vista símanúmerið sem þarf til að geta sent texta-
og myndboð. Númerið fæst hjá þjónustuveitunni. Veldu
Skilaboð send sem
(sérþjónusta) til að velja tegund
skilaboða (
Texta
,
Fax
,
Símboð
eða
Tölvupóst
). Veldu
Gildistími skilaboða
(sérþjónusta) til að velja hve lengi
símkerfið á að reyna að koma boðum til skila.
Leturstuðningur
(sérþjónusta)—til að stilla hvort kóðunin
Fullur stuðn.
eða
Minni stuðn.
er notuð þegar
textaboð eru send.
Skimuð númer
—til að skoða eða breyta lista yfir síuð númer. Skilaboð frá síuðu númerunum vistast beint
í möppuna
Skimuð skilaboð
.
Skrifa skilaboð
Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri
skilaboð verða send sem röð tvennra eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við það. Stafir

16
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum tungumálum, t.d. kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann
fjölda stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.
Fjöldi tiltækra stafa og númer boða í samsettum skilaboðum sést efst til hægri á skjánum (t.d. 918/1).
1. Veldu
Valm.
>
Skilaboð
>
Skrifa skilaboð
.
2. Skrifaðu skilaboðin.
3. Til að senda skilaboðin skaltu velja
Valkost.
>
Senda
, slá inn símanúmer móttakanda og velja
Í lagi
.
Til athugunar: Þegar skilaboð eru send kann
Skilaboð send
að birtast á skjánum. Þetta er merki um að skilaboðin
hafi verið send úr tækinu í þjónustuversnúmerið sem forritað er í tækið. Þetta er ekki sönnun þess að skilaboðin
hafi komist á áfangastað. Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um skilaboðaþjónustu.
Innhólf, Sendir hlutir og Drög
Þegar þú móttekur textaboð sést fjöldi nýrra skilaboða og
á skjánum í biðham. Veldu
Sýna
til að skoða
skilaboðin strax, eða
Hætta
til að skoða þau seinna í
Valm.
>
Skilaboð
>
Innhólf
.
Í
Drög
getur þú skoðað þau skilaboð sem þú vistaðir með valmyndinni
Vista skilaboð
. Í
Sendir hlutir
getur
þú skoðað afrit af þeim skilaboðum sem þú hefur sent.
Spjall
Þú getur spjallað við annað fólk með því að nota
Spjall
(sérþjónusta). Hver spjallboð eru send sem aðskilin
textaboð. Skilaboð sem eru send og móttekin í spjalllotu eru ekki vistuð.
Til að hefja spjalllotu skaltu velja
Valm.
>
Skilaboð
>
Spjall
; en þegar þú lest móttekin textaboð skaltu velja
Valkost.
>
Spjall
.

17
Copyright © 2006 Nokia. All rights reserved.
Myndskilaboð
Þú getur móttekið og sent skilaboð sem innihalda myndir (sérþjónusta). Móttekin myndboð eru vistuð í
Innhólf
.
Hver myndboð eru samsett úr nokkrum textaboðum. Þess vegna kann að vera dýrara að senda ein myndboð
en ein textaboð.
Til athugunar: Myndboð er eingöngu hægt að nota ef símafyrirtæki eða þjónustuveita styðja aðgerðina.
Aðeins samhæf tæki með möguleika á myndboðum geta tekið á móti og birt myndboð. Útlit skilaboða
getur verið breytilegt eftir móttökutækinu.
Eyða skilaboðum
Til að eyða öllum skilaboðum sem lesin hafa verið eða öllum skilaboðum í möppu skaltu velja
Valm.
>
Skilaboð
>
Eyða skilaboðum
>
Öllum lesnum
eða viðkomandi möppu.